"Fjögur fræknu í DHL-Höllinni í kvöld - Magtz í banni
Eins og flestum er kunnugt fara undanúrslit Lengjubikars karla fram í DHL-höll þeirra KRinga í vesturbænum í kvöld.
Fyrri leikur kvöldsins hefst kl. 18:30 en þá mætast Þór Þorlákshöfn og Grindavík og í seinni leiknum mætast Snæfell og Keflavík kl. 20:30. Magnús Þór Gunnarsson verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem hann tekur út leikbann og Arnar Freyr Jónsson er enn fjarverandi vegna meiðsla og verður líklega ekki kominn á fulla ferð fyrr en eftir áramót. Aðrir leikmenn eru klárir í slaginn og stefna ótrauðir á að komast í úrslitaleik keppninnar á morgun.
Allir stuðningsmenn Keflvíkinga eru hvattir til að mæta og veita góðan stuðning.
Miðaverð er kr.1500,- og gildir miðinn á báða leiki kvöldsins. Þá verður Sport TV með báða leikina í beinni netúsendingu fyrir þá sem engan veginn sjá sér fært að mæta.