Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 22. janúar 2009

Fjöldi körfuboltaleikja framundan

Margir leikir leikir eru á dagskrá hjá okkar fólki í körfunni næstu daga og stór hluti þeirra fer fram á heimavelli.

 

Í kvöld fimmtudag mætir Keflavík liði  KR í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í Drengjaflokki og hefst leikurinn kl. 20.00.

 

Á laugardag kl. 16.00 mæta stelpurnar í Keflavík B síðan Ármanni/Þrótti í toppslag  1.deildar kvenna.  Uppistaðan í þessu liði eru stelpur úr ´93 og ´94 árgangi félagsins og hafa þær staðið sig hreint frábærlega í vetur.  Þær hafa unnið sex leiki af átta og eru í harðri baráttu á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík og Ármanni en öll þessi lið hafa unnið hvort annað í innbyrðis viðureignum. 

 

Keflavík mætir síðan Val í undanúrslitum Subwaybikars kvenna á sunnudag og hefst leikurinn kl. 16.00.

 

Allir ofangreindir leikir fara fram í Toyota höllinni við Sunnubraut.

 

Um helgina hefst síðan 3. umferð Íslandsmóts yngri flokka.

 

Í A-riðli stúlknaflokks verður leikið bæði í Keflavík og að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Fyrsti leikur okkar stúlkna fer fram í Toyota höllinni á föstudagskvöld kl. 20.45 og verður það gegn Njarðvík.  Annar leikurinn verður gegn liði Snæfells í Heiðarskóla kl. 10.30 á laugardag.  Á sunnudag leika stelpurnar síðan við Fjölni kl. 9.00 og gegn Haukum kl. 12.00 og fara þeir leikir fram að Ásvöllum.

 

Í B-riðli 8.flokks karla verður leikið í Keflavík. Á laugardag mæta okkar drengir FSU kl. 10.00 og Fjölni kl. 13.00.  Á sunnudag  mæta þeir Valsmönnum kl. 10.00 og að lokum liði Breiðabliks kl. 13.00.  Strákunum hefur vantað herslumuninn á að vinna sig upp í A-riðil í undanförnum mótum og nú er lag að nýta heimavöllinn til að ná því markmiði.

 

Í A-riðli 8.flokks kvenna verður leikið í Grindavík.  Okkar stúlkur eiga leik á laugardeginum kl. 11.30 gegn Njarðvík og kl. 14.30 gegn Breiðablik.  Á sunnudeginum mæta þær KR kl. 11.00 og að lokum Grindavík kl. 13.00.

 

Að lokum heldur 11.flokkur karla í Ljónagryfjuna hinum megin við lækinn og keppir í A-riðli í fyrsta skipti í vetur.  Á laugardag mæta þeir heimamönnum kl. 9.30 og KFÍ kl. 12.30.  Á sunnudag mæta þeir Breiðablik kl. 9.00 og Fjölni kl. 12.00.  Ljóst er að erfitt verkefni bíður drengjanna að halda sér uppi á meðal A-liða og því óskandi að þeir bíti kröftuglega á jaxlinn og mæti urrandi til leiks.

 

Einnig skal þess getið að Póstmót Breiðabliks verður haldið í Smáranum um helgina en það er fyrir iðkendur á aldrinum 6-11 ára og fara nokkur lið frá Keflavík á það mót.  Riðla og leikniðurraðanir má finna á heimasíðu Breiðabliks  http://www.breidablik.is/frettir.php?id_teg=5

 

Allir áhugamenn um körfubolta eru hvattir til að reka nefið inn í íþróttahús næstu daga og fylgjast með okkar efnilega afreksfólki.

 

Áfram Keflavík