Fjölliðamót hjá 7.flokki drengja helgina 24-25. okt 2009
Eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum í mb.karla í síðasta fjölliðamóti á síðustu leiktíð mættu strákarnir til leiks í fyrsta fjölliðamót þessa árs staðráðnir í að gera betur. Núna er leikið á körfu í fullri hæð þar sem strákarnir eru orðnir 12 ára gamlir.Keflavík mætti Íslandsmeisturum síðasta árs og grönnum sínum úr Grindavík í fyrsta leik þar sem mikið kapp var lagt á leggja sig fram bæði í vörn og sókn. Lengi vel var leikurinn í járnum og voru strákarnir mjög duglegir og létu boltann ganga vel á milli sín sem skilaði nokkrum auðveldum körfum. Þegar líða fór á 4. leikhluta fóru Grindavíkurdrengir að síga framúr og höfðu á tímabili um 20 stiga forystu, en með góðri baráttu undir lok leiksins náðu drengirnir aðeins að klóra í bakkann og töpuðu með 12 stiga mun. Keflavík 28 – Grindavík 36.
Annar leikurinn í fjölliðamóti var á móti liði KR sem hefur verið sterkasta liðið undanfarin ár. Þetta var leikur mikillar baráttu, þar sem KR-ingar pressuðu stíft allan leikinn. Keflavíkurdrengir áttu aldrei möguleika í þessum leik, en börðust þó að krafti, og oft mátti litlu muna að það syði uppúr svo mikil var baráttan í leiknum. KR vann leikinn mjög auðveldlega og eru til alls líklegir í vetur. Keflavík 28 – KR 47.
Keflavíkurdrengir mættu til leiks á sunnudeginum með það markmið að bæta sig frá deginum áður og gekk það svo sannarlega upp hjá þeim. Þeir mættu Haukum í fyrsta leik og þar var leikinn hörku vörn sem Haukar réðu ekki við og voru drengirnir með góða forystu eftir 2.leikhluta. Sóknin gekk vel þar sem boltinn gekk manna á milli og oftar en ekki enduðu sóknirnar með góðu backdoor hreyfingu og leyup í kjölfarið. Þegar líða fór á 4. leikhlutann gáfu strákarnir aðeins eftir, en náðu engu að síður að landa góðum sigri. Keflavík 40 – Haukar 31.
Síðasti leikur fjölliðamótsins var gegn Þór Þorlákshöfn sem mættu aðeins með 7 leikmenn til leiks þar sem 5 leikmenn liðsins voru veikir. Fyrirfram var búist við hörkuleik þar sem Þór vann Keflavík með 1 stigi í síðasta móti síðasta tímabils.
Eftir frekar slaka byrjun í leiknum girtu drengirnir sig í brók og kafsigldu Þórsara með hrikalega öflugum varnarleik og mikið af hröðum sóknum. Það er óhætt að segja að liðið hafi spilað sinn besta leik í þessu fjölliðamóti þar sem yfirburðir liðsins voru algjörir bæði í sókn og vörn, og unnu þær að lokum yfirburðar sigur. Keflavík 58 – Þór Þorlákshöfn 17.
Allar drengirnir fengu að spreyta sig í þessum leik og stóðu sig vel.
Björgvin Ingimarsson kom við í Heiðarskóla og tók nokkar skemmtilegar myndir. Myndirnar eru að finna á bloggsíðu flokksins; http://kef-strakar.blog.is/blog/kef-strakar/

