Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 27. nóvember 2009

Fjölliðamót um helgina

Það verða fimm yngri flokkar í eldlínunni á Íslandsmótinu um helgina en þá fer fram þriðja og síðasta helgarmót vetrarins í 2. umferð.  Helgina 19.-20. des. fer síðan fram Actavismót Hauka sem er fyrir 11 ára og yngri og mun Keflavík senda nokkur lið á það mót.

7. flokkur karla fer í Hafnarfjörðinn og keppir á Ásvöllum í A-riðli. 10. flokkur karla fer til Þorlákshafnar og keppir í B-riðli.  9. flokkur kvenna keppir í Smáranum í A-riðli.  Í minnibolta kvenna 11 ára eru tvö lið frá Keflavík skráð til keppni í ár. A-liðið  keppir í A-riðli og fer mótið fram í DHL höllinni og loks leika stelpurnar í 5. bekk á heimavelli í Toyota höllinni en þar verður einungis leikið á laugardeginum.  Þær keppa í C-riðli og eru þær  að keppa upp fyrir sig um eitt ár. 

Leiki helgarinnar má finna inn á mótasíðu KKÍ undir hlekknum "yngri flokkar"