Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 27. janúar 2012

Fjölliðamótin hefjast á ný - leikjadagskrá helgarinnar

Fjölliðamót yngri flokka á Íslandsmótinu hefjast á nýjan leik um helgina þegar 3. umferð hefst með keppni í fjórum flokkum. Eitt mótanna fer fram á heimavelli í Toyotahöllinni þar sem 11. flokkur drengja leikur.

8. flokkur stúlkna fer á Krókinn þar sem bæði A og B liðin leika í A-riðli og lögðu liðin af stað skömmu eftir hádegið í dag, enda ætlar hópurinn að sjá leik Keflavíkur og Tindastóls sem fer fram í IE-deild karla á Króknum í kvöld kl. 19.15. Netútsending verður frá leiknum og má líklega leita tengils fyrir hana á heimasíðu Stólanna.

Keflavík mætir síðan liði Hauka í IE-deild kvenna í Toyotahöllinni á morgun, laugardag, og hefst leikurinn kl. 16.30.

Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 3. umferð:

11. flokkur drengja leikur á heimavelli í Toyotahöllinni í C-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

8. flokkur drengja leikur í Njarðvík í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

Stúlknaflokkur leikur í Grindavíkí í annað skipti í vetur en þær leika sem fyrr í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

8. flokkur drengja B-lið leikur í í D-riðli. Leikið er á Akranesi, en drengirnir hófu leik í F-riðli og hafa verið að mjaka sér ofar með hverju mótinu. Leikjadagskrá helgarinnar

8. flokkur stúlkna A og B-lið leika á Sauðárkróki í A-riðli. þar með er B-lið 7. flokks stelpnanna komið upp í A-riðil eftir að hafa byrjað tímabilið í C-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar