Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 11. janúar 2011

Fjölmargir leikir framundan

Nú þegar nýtt ár hefur gengið í garð má segja að síðari hluti keppnistímabilsins sé að komast á fulla ferð og framundan eru 8 liða úrslit í bikar og fleira. Þriðja umferð fjölliðamótanna hefst síðan 22.-23. janúar.  Leikjadagskrá allra flokka félagsins er annars eftirfarandi næstu vikuna:

Unglingaflokkur karla lék á útivelli í gær, mánudag gegn sameiginlegu liði Vals/ÍR og töpuðu naumlega 80-78.  Ekki höfum við fengið frekari fregnir af stigaskori eða aðrar fréttir frá þeim leik.

Í kvöld, þriðjudag eru síðan tveir leikir á dagskrá.  10. flokkur stúlkna leikur á útivelli gegn Breiðablik í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar og hefst leikurinn kl. 19.15 í Smáranum.  Í Toyota höllinni tekur síðan Drengjaflokkur á mótí Valsmönnum í A-riðli Íslandsmótsins og hefst leikurinn kl. 19.30.

Á morgun, miðvikudaginn 12. jan leikur 11. flokkur karla á útivelli gegn sameiginlegu liði Þórs Þ/Fsu í 8 liða úrslitum bikarsins. Leikurinn fer fram í Þorlákshöfn og hefst kl. 20.00.  Sama kvöld leikur m.fl. kvenna næst síðasta leik sinn í IE deildinni fyrir styrkleikaskiptingu, þegar þær leika öðru sinni gegn liði UMFG á skömmum tíma.  Leikurinn fer fram í Toyota höllinni og hefst kl. 19.15.

Laugardaginn 15. janúar leikur Unglingaflokkur karla gegn sameiginlegu liði Hamars/Þórs Þ í 8 liða úrslitum bikarsins.  Leikurinn fer fram í Frystikistunni í Hveragerði og hefst kl. 16.00. 

Mánudaginn 17. janúar leika stelpurnar í 9. flokki í 8 liða úrslitum bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík og hefst leikurinn kl. 18.15.

Sama kvöld verður risa, risa risa slagur í Iceland Express deild karla þegar topplið Snæfells kemur í heimsókn. Þarna er kominn tími á að taka þá vestlendinga til bæna og megum við eiga von á skemmtilegri og spennandi viðureign sem ætti að verða hverrar krónu virði.  Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 19.15 og eru áhorfendur hvattir til að mæta tímanlega í húsið.