Fjölmennum á leikinn í kvöld hjá stelpunum
Stelpurnar okkar mæta Hamar frá Hveragerði í undanúrslitum Lýsingarbikar KKÍ í Keflavík í kvöld. Stelpurnar ætla sér í úrslitaleikinn sem fram fer í Laugardalshöll 17. febrúar og í raun væri annað stórslys. Þær hafa lagt hart að sér í vetur og hafa að skipa frábæru liði stjórnað að mjög hæfum þjálfurum og ekkert annað en sigur kemur til greina. Keflavík sigraði síðasta leik liðanna 54-110 en leikurinn fór fram í Hveragerði.
Keflavíkurliðið sat hjá í 16 liða úrslitum en sigraði Breiðablik auðveldlega í 8. liða úrslitum, 91-36
Hamarstelpur slógu út KR í 16.liða úrslitum, 56-63 og Snæfell 39-78 í 8. liða úrslitum
.
Kiktu við á Sunnubrautinni í kvöld og tryggjum okkar lið í höllina 17. febrúar.