Fjölmennum á leikinn í kvöld og látum vel í okkur heyra
Jæja kæru stuðningsmenn og konur, þá er komið að þriðja undanúrslitaleik Keflavík og Skallagríms. Keflavík vann fyrsta leikinn með með 15 stigum 97-82 . Skallagrímsmenn sigruðu svo leik nr. 2. með 18 stigum sendu okkur heim ''með skotið á milli lappanna'' eins og heimasíða þeirra komst svo skemmtilega að orði 94-76. Nú verður spennandi að sjá hvernig Íslandsmeistararnir taka því að tapa illa í síðasta leik. Hittni okkar manna var ákaflega döpur í þeim leik og stundum eins og lok væri á körfunni. Þriggja stiga skyttur þeirra fengu að skjóta að vild og settu niður 16 stykki sem gerir 42% nýttingu sem er ekki slæmt. Nú er málið að taka Keflavíkurvörn, skella í lás og gefa þeim ekki neitt.
Vitað er að stuðningsmenn Skallagríms ætla að fjölmenna og hvetja sitt lið áfram. Það er því málið að mæta snemma í Sláturhúsið í kvöld og taka þátt í gleðinni frá upphafi. Stuðningsmenn Keflavíkur fjölmennum og látum vel í okkar heyra undir trommuslætti frá bestu stuðninssveit landsins, Trommusveitinni.
AJ á flugi í Borganesi
Ný vörn sem Jovan fann upp alveg sjálfur. Virkar hún?