Fjölmennum í Sláturhúsið á Sunnudag.
Það hefur komið sér vel í síðustu leikjum að Keflavík kann að klára leiki og gefst ekki upp þó móti blási. Það er einmitt hugarfarið sem gildir í leiki eins fram fara á sunnudaginn. Þá verður sannkallaður körfuboltadagur í Sláturhúsinu okkar í Keflavík, þegar undanúrslit fara fram í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar.
Stelpurnar hefja leikinn kl. 17.00 og mæta Grindavík. Liðið mætust í deildinni á miðvikudag og hafði Keflavík sigur af hólmi í þeim leik. Sá sigur hefur ekkert að gera með leikinn á sunnudag því í bikarleikjum er þetta báratta upp á líf og dauða.
Það verður svo kl. 19.15 sem flautað verður til leiks í nágrannaslagnum Keflavík – Njarðvík. Njarðvíkingar hafa titil að verja, urðu bikarmeistarar í fyrra eftir úrslitaleik við Fjölni. Þetta er leikur sem þarf í raun ekkert að auglýsa, því stuðningsmenn munu pottþétt fylla húsið og láta vel í sér heyra. Njarðvík hefur sigraði okkur í leikjum vetrarins og því komin tími til að sýna hvað í okkur býr. Þetta er leikurinn sem við ætlum að vinna og því þurfa allir stuðningsmenn Keflavíkingar að mæta í húsið til að tryggja að svo fari. ÁFRAM KEFLAVÍK.
Mynd úr bikarleik frá í fyrra.
Davíð Páll Viðarsson tók saman bikarleiki Keflavíkur og Njarðvíkur frá árinu 1990 á umfn.is.
22 Mars 1990
UMFN- Keflavík 90-84. Þarna mættust nágrannarnir í Bikarúrslitum í fyrsta sinn og höfðu okkar piltar betur. Patrick Releford setti 25 stig fyrir UMFN og Teitur Örlygsson 15. Falur J Harðarson setti 24 fyrir Keflavík. Leikurinn var ansi skemmtilegur og gríðarleg stemming hjá stuðningsmönnum liðanna. Þennan leik var í fyrsta skiptið notað lukkudýr og var það fræga “Njarðvíkurljón” sem kynnt var til sögunar. Og enginn annar en Anton Gylfason fyrrum knattspyrnumaður, og núverandi alheimsflakkari, sem tamdi ljónið þann dag.
16 feb. 1992
Núna mættust liðin í 8-liða úrslitum á Sunnubrautinni. Eftir hörkuleik höfðu Njarðvíkingar sigur 71-79. Teitur Örlygsson átti sannkallaðan stórleik, setti 27 stig. Þar af 6 3ja stiga körfur.
29 jan. 1994
Aftur mætast liðin í Úrslitum og nú náðu Keflvíkingar fram hefndum. Þeir sigra eftir spennandi leik, 100-97. Raymond Foster setur 33 stig fyrir Keflvíkinga en Teitur Örlygsson setti 38 stig hvorki meira né minna. Þessi leikur var magnaður frá upphafi til enda, fjölmenni var í Höllinni og stemmingin rafmögnuð.
6 feb. 1999
Árið 1999 mætast nágrannarnir í úrslitum í 3 sinn. Eftir einn magnaðasta Bikarúrslitaleik allra tíma sigrar UMFN 96-102 eftir framlengdan leik. Hermann Hauksson tryggir UMFN framlengingu með skoti aldarinnar. Brenton Birmingham ( 26 stig )og Teitur Örlygsson ( 24 ) stig fóru fyrir liði UMFN en Damon Johnson var allt í öllu hjá Keflavík með 37 stig.
31 okt 1999
Annar bikarleikur liðanna á því herrans ári 1999 nú í 8-liða úrslitum. Leikurinn fór fram
á Sunnubrautinni. Þessi leikur var spennandi fram að hálfleik en í þeim seinni tóku Njarðvíkingar öll völd og sigruðu að lokum 79-97. Örlygur Aron Sturluson setti 20 stig í leiknum eins og Páll Kristinsson. Teitur Örlygsson setti 18 stig þar af 5 3ja stiga körfur. Hjá Keflavík var það Chianti Roberts sem var atkvæðamestur með 17 stig.
10 jan 2003
Keflvíkingar mættu grönnum sínum í bikarleik 10 janúar 2003 á Sunnubrautinni en höfðu þá harma að hefna því einungis 3 dögum áður höfðu liðsmenn UMFN sigrað þá á sama stað 77-80 í deildinni. Keflvíkingar hefndu og sigruðu bikarleikinn sem var í 8-liða úrslitum 81-72. Þar kynntu þeir til leiks nýjan erlendan leikmann Ed Sounders sem setti 14 stig í leiknum og átti eftir að reynast Keflvíkingum vel. Gary M Hunter setti 26 stig fyrir UMFN og Teitur Örlygsson 16 en Damon Johnson setti 26 fyrir Keflavík.
7 feb 2004
Liðin mætast í úrslitaleik í fjórða sinn. Keflvíkingar mæta grimmir til leiks gegn vængbrotnu liði UMFN. Keflvíkingar sigra 93-74 í leik þar sem Derrick Allen fer á kostum, setur 29 stig og rífur 20 fráköst. Friðrik Stefánsson setur 18 stig fyrir UMFN og tekur 18 fráköst.
9 jan 2005
Fyrir rétt rúmlega ári síðan mættust þessi lið enn einu sinni á Sunnubrautinni. UMFN sigraði eftir æsispennandi leik 85-88 þar sem Anthony Lackey átti stórleik fyrir UMFN, setti 30 stig ( 7 3ja stiga )og reif 13 fráköst niður. Anthony Glover setti 30 stig fyrir Keflvíkinga.
Frá 1990
Leikir 8
UMFN 5
Keflavík 3
Meðalskor leikjanna: UMFN 87
Keflavík 86
Höfundur: DPV