Fréttir

Karfa: Karlar | 15. janúar 2012

Fjölnismenn lagðir í IE deild karla

Fjölnismenn mættu í Toyota Höllina á fimmtudagskvöld og spiluðu þar við okkar menn,  en leikið var í Iceland Express deild karla. Fyrr í vikunni höfðu þessi sömu lið dregist saman í 8-liða úrslitum Powerade bikars og því forvitnilegur leikir fyrir þær sakir einnig.

Það voru Fjölnismenn sem byrjuðu leikinn betur og leiddu fyrstu 15 mínúturnar. En Keflvíkingar höfðu komið sterkir undir lokin í fyrri hálfleik og voru komnir með forystu þegar hálfleiksflautan gall, 45-41. Lítið var um að vera í 3. leikhluta og gekk leikurinn bara sinn gang. Í 4. leikhluta komu Keflvíkingar sterkir inn og gerðu í raun út um leikinn, en lokatölur voru 96-81.

Keflvíkingar plöntuðu sér í annað sætið í deildinni og deilir því með Stjörnunni.

Tölfræði leiksins:

 

Keflavík: Jarryd Cole 34/18 fráköst, Charles Michael Parker 27/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Steven Gerard Dagustino 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 9/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 4, Gunnar H. Stefánsson 0, Valur Orri Valsson 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Sævar Freyr Eyjólfsson 0, Andri Daníelsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0.

 

Fjölnir: Nathan Walkup 38/11 fráköst, Jón Sverrisson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/7 stoðsendingar, Calvin O'Neal 11/6 fráköst/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/4 fráköst, Haukur Sverrisson 2, Tómas Daði Bessason 0, Gústav Davíðsson 0, Trausti Eiríksson 0, Gunnar Ólafsson 0, Daði Berg Grétarsson 0, Halldór Steingrímsson 0.

 

Jarryd Cole var öflugur gegn Fjölni og setti 34 stig og hirti 18 fráköst