Fréttir

Fjölskipuð körfuboltadagskrá alla helgina
Karfa: Yngri flokkar | 27. apríl 2013

Fjölskipuð körfuboltadagskrá alla helgina

Þessa helgina er stútfull körfuboltadagskrá og hæst ber seinni úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokka, en þá verða leiknir fimm úrslitaleikir um Íslandsmeistaratitil sem allir fara fram í DHL höllinni í Vesturbænum í umsjón KR. Allir leikirnir eru sýndir beint á KR-TV og lifandi tölfræði er send út á kki.is.

Keflavík komust í gærkvöldi í úrslit í Unglingaflokki karla þegar þeir lögðu lið Fjölnis 93-84 í undanúrslitum í afar kaflaskiptum leik og mæta þar geysisterku liði Njarðvíkur á morgun sem lagði lið Stjörnunnar 106-84.

Í dag vann síðan 10. flokkur stúlkna sér sæti í úrslitum þegar þær lögðu lið Tindastóls af velli 46-21 og mæta þar liði Hauka sem lögðu Njarðvík 49-27.

Keflvíkingar leika einnig í undanúrslitum í unglingaflokki kvenna í kvöld þar sem þær mæta liði Grindavíkur kl. 19.00.  Í hinum undanúrslitaleiknum mætast lið Njarðvíkur og Vals.

Allir úrslitaleikirnir verða leiknir á morgun, sunnudag sem fyrr segir og er dagskráin eftirfarandi:

9. fl. drengja, KR - Breiðablik kl. 09.00

10.fl. stúlkna, Keflavík - Haukar kl. 11.00

11.flokkur drengja, Grindavík - KR/Haukar kl. 13.00

Unglingaflokkur kvenna, Keflavík/Grindavík - Njarðvík/Valur kl. 15.00

Unglingaflokkur karla, Keflavík - Njarðvík  kl. 17.00

Samhliða seinni úrslitahelginni er lokamótið í 8. flokki kvenna leikið í Keflavík en þar sem 8. bekkur er fermingarárgangur þurfti að fresta lokamótinu þar til nú að þetta taldist fermingarfrí helgi fyrir öll keppnisliðin.

Lokaleikur mótsins fer fram kl. 14.00 á morgun í Tyotahöllinni og eftir hann verða Íslandsmeistarar krýndir.

Segja má að körfuboltadagskrá vetrarins, þ.e.a.s. mótahaldi sé lokið eftir þessa helgi og þá einu leikirnir sem eftir eru oddaleikurinn í meistaraflokki karla og lokahnykkurinn í einvígi Keflavíkur og KR í Dominosdeild kvenna.