Fjör í körfu hjá 7. og 8. flokki stúlkna.
Hópur stúlkna í 7. og 8. flokki (7. og 8. bekkur grunnskólans) æfir körfubolta af kappi hjá Keflavík undir stjórn þjálfarans Kristjönu Eir.
Mikið fjör er á æfingum og stúlkurnar óhemju duglegar við æfingarnar og leggja mikið á sig til að bæta árangurinn í keppni á meðal bestu liða landsins, en báðir árgangar taka þátt í Íslandsmóti og leika í A- riðli í sínum aldursflokki, þar sem öflugustu lið landsins leika, og eru helstu mótherjar stúlknanna lið Grindavíkur og Njarðvíkur.
Stúlkurnar stefna vissulega á Íslandsmeistaratitlinn í vor og verður spennandi að sjá hvernig þessum duglegu stúlkum gengur í keppni á Íslandsmótinu, en einbeitingin skín af þeim á æfingunum sem vonandi skilar sér í leikina.
Áfram Keflavík !