Fjörið hefst í Ljónagryfjunni í kvöld
Í kvöld, föstudaginn 20. apríl, hefst fyrri úrslitahelgi yngri flokka en allir leikirnir fara fram í Njarðvík. Krýndir verða Íslandsmeistarar í 9. flokki stúlkna, 10. flokki drengja, stúlknaflokki og drengjaflokki. Undanúrslitin verða leikin í kvöld og á morgun laugardag, en úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag.
Drengjaflokkur Keflavíkur hefur leik í kvöld þegar þeir mæta liði Breiðabliks í undanúrslitum kl. 20.00. Strákarnir lögðu lið Fjölnis örugglega af velli í 8-liða úrslitunum s.l. laugardag 112-61 á meðan lið Breiðabliks lagði lið Hamars/Þórs 98-88.
Allir Keflvíkingar eru hvattir til að fjölmenna í Ljónagryfjuna um helgina og styðja okkar lið.
Dagskrá helgarinnar;
Föstudagur 20. apríl
18.00 Drengjaflokkur · Njarðvík-KR
20.00 Drengjaflokkur · Keflavík-Breiðablik
Laugardagur 21. apríl
10.00 9. flokkur stúlkna · Grindavík-Haukar
11.45 9. flokkur stúlkna · Keflavík-Njarðvík
13.30 10. flokkur drengja · Grindavík-Njarðvík
15.15 10. flokkur drengja · Haukar-Stjarnan
17.00 Stúlknaflokkur · Njarðvík-Valur
19.00 Stúlknaflokkur · Keflavík-Grindavík
Sunnudagur 22. apríl
11.00 Úrslitaleikur · 9. flokkur stúlkna
13.00 Úrslitaleikur · 10. flokkur drengja
15.00 Úrslitaleikur · Stúlknaflokkur
17.00 Úrslitaleikur · Drengjaflokkur
Helgina eftir eða dagana 27.-29. apríl fer fram seinni úrslitahelgin en þá verður leikið í DHL-höll KR-inga. Þá verða úrslit í 9. flokki drengja, 10. flokki stúlkna, 11. flokki drengja, unglingaflokk kvenna og karla.