Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 17. nóvember 2010

Fjórir leikir - fjórir sigrar!

Önnur umferð Íslandsmótsins hjá 8. flokki fór fram helgina 13. og 14. nóvember í DHL höll þeirra KR manna.  Stúlkurnar
léku fjóra leiki, tvo á laugardeginum og tvo á sunnudeginum.

Laugardagur kl. 13:15
Keflavík – Haukar,  62 – 14
Stigahæstar: Írena Sól 16 stig, Thelma Dís 13 stig, Laufey Rún 10 stig, aðrar minna.  Fín byrjun hjá stelpunum og
Björg Hafsteins stýrði þeim eins og herforingi í fjarveru Jóns. Stigaskor dreifðist vel. Flott vörn og barátta til staðar.

Laugardagur kl. 16:15
Keflavík – KR,  49 – 15
Stigahæstar: Laufey Rún 12 stig, Kristrún og Kristrós með 8 stig hvor, aðrar minna.  Flottur sigur og stigaskor dreifist
vel. Það eina sem setti skugga á þennan fína sigur var að nokkrir aðstandendur Keflavíkur og KR fóru að munn-
höggvast, eitthvað sem á ekki að heyrast á íþróttamótum. Við erum ákveðin í því að láta þetta ekki gerast aftur.

Sunnudagur kl. 13:00
Keflavík – Hrunamenn,  58 – 14
Stigahæstar: Ásta Sóllilja 18 stig, Elfa Fals 7 stig, Írena Sól og Thelma Dís með 6 stig hvor, aðrar minna.  Flottur sigur
og Ásta fór á kostum undir körfunni, setti góð skrín, rúllaði sér síðan undir körfuna, liðfélagar fundu hana og hún setti
nokkrar laglegar körfur. Stigaskor dreifist annars vel á liðið.

Sunnudagur kl. 15:00
Keflavík – Njarðvík,  41 – 21
Stigahæstar: Thelma Dís 10 stig, Kristrún 9 stig, Írena Sól 6 stig, aðrar minna.  Flottur sigur sem var aldrei í hættu. Alltaf
smá spenna í loftinu þegar þessi lið mætast, eða öllu heldur þessar vinkonur. Stigaskor dreifist minnst í þessum leik af
öllum leikjum helgarinnar, 7 stelpur af 12 settu stig.

Fjórir leikir í þessari 2 umferð og stelpurnar ennþá með fullt hús og hafa þá unnið alla 8 leikina. Frábær árangur og nú er
bara að halda áfram, æfa vel og koma vel undirbúnar fyrir 3 umferð sem verður helgina 22. – 23. janúar 2011.

Áfram Keflavík !
Vsjóns