Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 22. febrúar 2008

Fjórir strákar í U-15 hópnum

Einar Árni Jóhannsson landsliðsþjálfari U15 drengja hefur valið 24 drengi sem munu æfa helgina 8. og 9. mars næstkomandi.
U15 mun taka þátt í alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn dagana 5. - 9. júní og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland sendir lið á mótið. Á meðal þeirra liða sem taka þarna þátt eru danska, sænska og enska U15 landsliðin auk annara sterkra liða.

Hluti hópsins mun svo halda áfram og æfa stíft í maí og júní áður en liðið heldur út til Danmerkur.

Eftirtaldir drengir voru valdir frá Keflavík:

Andri Þór Skúlason Keflavík
Aron Ingi Valtýsson Keflavík
Ragnar Gerald Albertsson Keflavík
Sævar Eyjólfsson Keflavík