Fréttir

Körfubolti | 27. október 2003

Flöskusöfnun gekk vel - góðar viðtökur bæjarbúa

Eins og bæjarbúar urðu varir við gekk meistaraflokkur karla í hús og safnaði flöskum til að afla fjár vegna Evrópukeppninnar. Skemmst er frá því að segja að viðtökurnar voru frábærar og vel safnaðist af fé á stuttum tíma. Nú er svo komið að búið er að safna fyrir næstum öllum ferðakostnaði vegna Evrópukeppninnar, aðeins vantar herslumuninn, svona 300 þúsund krónur eða svo. Drengirnir standa sig vel og með smá átaki í viðbót ætti að takast að loka dæminu.