Fréttir

Körfubolti | 1. október 2004

Flott heimasíða hjá KR

KR-ingar hafa endurbætt heimasíðu sína og er hún nú til fyrirmyndar. "Lúkkið" er smart hjá þeim og vonandi tekst þeim að fylgja því eftir með skemmtilegu og áhugaverðu innihaldi. Til hamingju með þetta KR-ingar!

Til stendur að ráðast í "update" á okkar eigin heimasíðu á næstunni. Ekki verður kannski mikið hróflað við útlitinu, en hins vegar gerðar bragarbætur á upplýsingum um leikmenn o.fl., eins varðandi yngri flokka, en þar getum við bætt okkur töluvert. Kröfur frá FIBA vegna Evrópukeppninnar halda okkur við efnið og svo er það jákvætt að sjá að aðrir eru að taka sig á, sbr. KR. Fréttaflutningurinn hefur kannski verið okkar aðall og vonandi tekst okkur að halda honum gangandi, þó enn sé ekki komin framtíðarlausn á vefstjórastarfið . . .

Hér má komast á KR-síðuna.