Flott "Jólapartý" hjá 5. og 6.bekk
Björn Einarsson þjálfari 5. og 6. bekks stóð fyrir heljarinnar jólapartýi í síðustu viku hjá sínum iðkendum. Allir áttu að mæta jólalsveinalegir í rauðum og hvítum fatnaði eða heinlega í jólasveinadressinu og mættu 35 krakkar vel skreyttir í gleðina á slaginu 11.00 þar sem jólatónlist ómaði um allan sal. Farið var í ýmsar þrautir og keppnir og sáust mörg mögnuð tilþrif. Víta- og 3ja stiga leikirnir voru mjög jafnir og spennandi og var hittnin stórglæsileg á köflum. Í miðri skemmtun komu pizzur og drykkir handa krökkunum og má með sanni segja að allir hafi borðað á sig gat. Þríhjólakeppnin var skrautleg og hentaði mjög vel að vera lágvaxninn þá. Í troðslukeppninni náðu nokkuð margir að troða og var Hörður Axel fenginn til að sýna réttu tilþrifin áður en krakkarnir fengu sjálf að spreyta sig.
Þrátt fyrir mikla og harða keppni í einstaklings þrautunum var gleðin í fyrirrúmi og í lokin var skipt í lið og spilað í blönduðum liðum með strákum og stelpum sem gekk mjög vel. Þar sem nokkrar pizzur voru afgangs ákvað þjálfarinn að slá upp kappáti í lokin og reyndu nokkrir hressir einstaklingar fyrir sér þar og fóru sumir VEL þéttir heim :)
Hér að neðan má sjá sigurvegara úr einstökum keppnum.
Vítakeppni: Tara og Tumi (bæði fengu 2 miða að eigin vali í SamBíóin)
3ja stiga drottning og kóngur: Elsa og Arnór Sveins (fengu bæði körfubolta)
Þrautakeppni: Katla og Þorbergur (bæði fengu úttekt á Langbest og körfubolta)
Þríhjólakóngur: Páll Orri (körfubolti)
Troðslukóngur: Arnór Sveins (Michael Jordan svitaband)
Stingerkeppni: Guðrún María (körfubolti)
Kappát: Arnar (úttekt á Langbest)
Þakkir til Mumma Skúla, Thelmu Hrundar, Atla, Almars, Harðar Axels og Unglingaráðs fyrir aðstoðina.
Elsa með mögnuð tilþrif í troðslukeppninni