Flottir kappar á leið í Sixers Camps
14 drengir í 10. og 11. flokki héldu nú í morgun til Bandaríkjanna þar sem þeir munu dvelja næstu vikuna í æfingabúðum á vegum Philadelphia 76ers en drengirnir hafa verið sérlega duglegir í fjáröflunum allt s.l. ár til að safna fyrir þessu langþráða takmarki sínu sem loks er orðið að veruleika. Strákarnir fljúga til New York og fara síðan með rútu til Wayne í Pennsylvaníu þar sem Sixers búðirnar eru staðsettar. Þegar búðunum lýkur verður haldið aftur til New York þar sem drengirnir munu dvelja við rannsóknir á borginni í tvo daga áður en haldið verður heim til Keflavíkur á nýjan leik.
Mynd: Það var skein eftirvænting úr augum drengjanna og nett stemming var í uppsiglingu þegar þeir stilltu sér upp í morgunsárið í Leifsstöð með þjálfara sínum Pétri Guðmundssyni.