Fréttir

Frá Keflavík til Atlanta Hawks - Upprisa Isma‘il Muhammad
Karfa: Hitt og Þetta | 4. október 2012

Frá Keflavík til Atlanta Hawks - Upprisa Isma‘il Muhammad

Ismaíl hafði lent í vondum hnémeiðslum rúmu ári áður en hann kom til Íslands. Hann virkaði frekar ryðgaður og sýndi lítið af þeim háloftatöktum sem gerðu hann að goðsögn hjá Georiga Tech háskólanum í Bandaríkjunum. Eftir að kornabarn úr Fjölni (Hörður Axel vilhjálmsson, síðar einn besti leikmaður Keflavíkur) tróð yfir kappann í leik í Sláturhúsinu í Keflavík fannst  mönnum nóg komið. Isma‘il var látinn taka poka sinna og sendur á vit nýrra ævintýra. Á næstu árum ferðaðist kappinn til ýmissa arabalanda, Ástralíu og Nýja-Sjálands og lék þar körfubolta við góðan orðstír. Toppnum náði kappinn svo nú fyrir nokkrum dögum þegar NBA liðið Atlanta Hawks gerði árs samning við kappann. Þessi dæmisaga sýnir okkur svo ekki verður um villst að það getur verið bísna gott að staldra við í Keflavík, þó stoppið sé stutt!

Hér geta menn svo séð myndband af kappanum sem enn lifir góðu lífi á Youtube. http://www.youtube.com/watch?v=kh_efCaIFbM

Myndin sem prýðir fréttina er af Isma´il í leik með háskólaliði Georgia Tech. Hún er fengið að láni af vefsíðunni, http://cdn2-b.examiner.com/sites/default/files/styles/image_content_width/hash/19/87/1349139644_2649_muhammad.jpg