Frábær barátta hjá Keflavík í kvöld
Keflavík tapaði í kvöld fyrir Grindavík í æsispennandi leik, 82-85. Mikil eftirvænting var í Toyotahöllinni enda ávallt skemmtilegir leikir þegar þessi lið mætast. Síðasti leikur liðanna endaði með 1. stigs sigri Grindavíkur, 80-79 en þeir höfðu bætt við sig Nick Bradford frá síðustu viðureign. Okkar menn urðu fyrir áfalli í leiknum þegar Þröstur tognaði illa og borinn af velli.
Leikurinn byrjaði kröftuglega og eftir 3. mín. var staðan 9-9 og voru það fyrrum leikmenn okkar Arnar og Nick sem sáu um stigaskorið hjá gestunum. Grindavík var að hitta vel í byrjun leiks og fengu of mikið af auðveldum skotum. Okkur stig komu flest í teignum á auðveldan máta eftir gott samspil. Siggi var mjög sprækur og voru Grindvíkingar í erfiðleikum með hann. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 21-24 en Grindavík náði mest 8. stiga forustu í leikhlutanum.
Grindavík átti góðan sprett í upphafi seinnihálfleiks og náði mest 12. stiga forustu, 30-42. Hörður hrökk í gang og raðaði niður stigum. Staðan í hálfleik 46-50.
Keflavík komst yfir með því að skora fyrstu 5. stigin í seinnihálfleik og jafnræði var eftir það. Staðan var 77-77 þegar um 3 mínútur voru til leiksloka. Tvær þriggja stiga körfur Brentons Birmingham og Arnarns Freys Jónssonar komu þeim í sex Lokamínutur voru svo æsispennandi og átti Gunnar E. síðasta skot leiksins sem geigaði.
Stigahæstur var Siggi með 22. stig og 9. fráköst. Hörður Axel var með 20, Gunnar 17 og Sverri 15.stig. Ásamt þessum 4. var Jonni góður og Elvar og Axel fengu mikilvægar mínutur.
Við eigum næst útileik gegn Stjörnunni og svo heimaleik gegn Njarðvík.
Elvar að verjast Nick. mynd vf.is