Fréttir

Karfa: Karlar | 16. janúar 2009

Frábær barátta Keflvíkinga gegn KR

Keflavík tapaði í kvöld fyrir KR í Toyotahöllinni, 88-97. Keflavík barðist lengi við að ná forustu gestanna niður fyrir 10. stig og það tókst þegar um 5. mínútur lifðu af leiknum. Því miður tókst strákunum ekki að fylga því eftir en baráttan var til fyrimyndar allan leikinn. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti frábæran leik og fór illa með Fannar Ólafsson fyrrum Keflvíking. Jón Arnór var allt í öllu hjá KR með 28.stig og fékk lítla hvíld.

Gestirnir náðu snemma forustu og leiddu eftir fyrsta hluta 17-30 og það var í raun eini leikhlutinn sem þeir unnu.  Eftir það átti Keflavík í fullu tré við þá og gáfu það í skin að ekki er langt í Keflavíkursigur gegn KR.

Eins og fyrr sagði var Siggi góður og setti niður 27. stig.  Hörður átti einnig skínandi góðan leik og var sérstaklega ógnandi í seinnihálfleik. Hörður var með 17. stig og 6. stoðsendingar. Jonni var mjög sprækur og forðaðist villu vandræði, var 14. stig og 12. fráköst.  Sverrir Þór var einnig með 14.stig og stóð sig vel.  Gunni Stef. og Þröstur áttu góða spretti og Gunni E. spilaði vörnina vel.

Siggi stóð sig vel gegn KR.  Mynd af vf.is