Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 31. október 2010

Frábær byrjun hjá 11. ára stelpunum á sínu fyrsta Íslandsmóti

11 ára stelpurnar kepptu á Íslandsmótinu í KR heimilinu um helgina. Var þetta fyrsta umferðin af fjórum í vetur og er skemmst frá því að segja að okkar stelpur stóðu sig vægast sagt...... mjöög vel! Spiluðu grimma vörn, börðust í fráköstunum, stálu fullt af boltum og fengu þar af leiðandi mikið af hraðaupphlaupum sem nýttust nokkuð vel. Þjálfarinn var mjög sáttur með einbeitninguna og framlag allra leikmanna og einnig góðan stuðning foreldra um helgina. Unnu okkar stelpur eins og glöggur lesandi hefur kannski tekið eftir, alla leiki sína og nokkuð sannfærandi. Eftir leiki helgarinnar bauð undirritaður stelpunum upp á ís í Vestubæjarísbúðinni og fóru allar stelpurnar sáttar heim eftir góða helgi. Hér að neðan má sjá úrslit okkar leikja og stigaskor leikmanna.

Úrslit leikja um helgina:
Keflavík – Fjölnir 61 – 12
Keflavík – KR 58 – 14
Keflavík – Hrunamenn 45 – 18
Keflavík – Tindastóll 75 – 2

Stigaskor um helgina:
Katla 54
Elsa 38
Guðrún 37
Birta 28
Andrea 16
Þóranna 16
Þóra 14
Sara Jenný 10
Andrea Dögg 8 (spilaði bara á laugardag)
Sara Dís 6
Hanna 6
Berglind 4
Nína 0

Kv.

Bjössi þjálfari