Fréttir

Karfa: Karlar | 25. október 2007

Frábær kafli í seinnihálfleik gerði útslagið í sigri á Þór

Keflavík sigraði í kvöld Þór frá Akureyri 99-84 eftir að staðan hafði verið 50-46 í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og á fyrstu mínutum var talsvert um mistök hjá báðum liðum. Byrjunarlið Keflavíkur var rétt eins og í Snæfellsleiknum skipað þeim Jonna, B.A. Tommy, Susjnara og Magga.  Jonni sem átti frábæran leik gegn Snæfell byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu 4 stigin. Keflavík komst í 11-8 með þrist frá Magga en Þórsarar komust yfir þegar 2. mínutur voru eftir af öðurm leikhluta, 16-20.  Gunnar Einarsson skoraði 5. stig í röð og Keflavík náði forustu 21-20. Þá komu 5 stig í röð frá Marolt og Isom og gestirnir leiddu eftir fyrsta leikhluta. 21-25.

Áfram var jafnræði í byrjun 2. leikhluta en góð innkoma Þrastar vakti athygli en hann skoraði 6 stig á skömmum tíma. Siggi var einnig sterkur á þessum kafla leiksins. Jafnt var í stöðunni 43-43 en þá kom góður kafli hjá okkar strákum þar sem þeir skoruðu 7-2 og leiddu í hálfleik 50-45.

Það var svo í þriðja leikhluta sem leikurinn í raun kláraðist en það var einmitt þá sem Keflavíkurliðið átti slæman kafla í síðasta leik á Stykkishólmi. ( sá leikluti tapaðasti með 19. stigum ) Með troðslu frá Tommy í stöðunni 56-47 var ekki aftur snúið og Keflavík skoraði 31 gegn 13 stigum gestanna. Liðið var að spila frábæra vörn á þessum kafla og stálu ófáum boltum. Gunnar kom inná þegar um 6. mínutur voru eftir af leikhlutanum, setti niður 2. þrista og alls 10. stig það sem eftir lifði leikhlutans. B.A. Walker skoraði einnig 10. stig á þessum kafla og staðan 87-50 fyrir 4. leikhlutann.

Síðustu mínutur fengu óreyndari leikmenn að spreyta sig og Vilhjálmur Steinarsson skoraði 99. stigið fyrir Keflavík þegar um 5 mínútur voru eftir að leiknum. Ekki gekk leikmönnum að komast í 100. stigið því hver sóknin af annari rann út í sandinn. Þórsarar náðu að klóra í bakkann með því að skora síðustu 17. stigin í leiknum. Í raun óþarfa gestristnni og því fór 27 stiga forskot niður í 14 stig og lokatölur 99-85.

Bestur í kvöld var Gunnar Einarsson en næstur honum kom B.A Walker.  Tommy var einnig sterkur en fékk sína þriðju villu í fyrrihálfleik og þá fjórðu í byrjun þriðja leikhluta. Jonni, Þröstur, Maggi og Siggi komust einnig vel frá sínu í kvöld.

Stigahæstir voru Gunnar Einarsson með 21. stig og 4/8 í þriggja, B.A. Walker var með 17 stig og 8. fráköst. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 11. stig ( 3/6 í þriggja ) Tommy var með 11. stig og 8. fráköst. Þröstur 9. stig á 16. mínutum, Jonni og Siggi Þ. 8. stig, Anthony Susjnara 7. stig, Arnar 4. stig og Villi 3. stig.

Bestir hjá Þór voru Luka Marolt  með 31. stig ( 22 í fyrrihálfleik ), 8. fráköst og Cedric Isom með 28 stig.

Meira af tölfræði.

Enn meira af tölfræði.

Tölfræði leiksins. ( kki )

ATH. næsti leikur er gegn Njarðvík á sunnudaginn kl. 19.15. Fjölmennum á þann leik!!