Fréttir

Körfubolti | 10. apríl 2007

Frábær karakter og einvígið opið

Stelpurnar sýndu úr hverju þær eru gerðar í kvöld og unnu frábæran baráttu sigur að Ásvöllum.  Kannski var það þegar Íslandsbikararinn var borinn í húsið sem stelpurnar áttuðu sig á því að þær vildu ekki fara í frí. Næsti leikur fer fram í Keflavík á laugardaginn. Vissulega var útlitið ekki bjart í stöðunni 72-58 og 5-6 mín. eftir af leiknum en stelpunum tókst með frábæri baráttu og góðum leik að snúa leiknum sér í vil og unnu leikinn 78-81.

Sennilega hafa margir Hafnfirðingar mætt á leikinn í kvöld og búist við að geta fagnað titlinum enda voru Keflavíkurstelpur ekki mjög sannfærandi í byrjun.  Haukastelpur náðu fljót forustu og lítið var skorað í upphafi leiks. Eftir 1. leikhluta var forusta Hauka 4. stig, 18-14.  Rétt eins og í leik tvö í Keflavík komu stelpurnar ákveðnar til leiks í öðrum leikhluta og náðu að snúa leiknum sér í vil.  Varnaleikurinn allt annar og betri en í leik 2. og fleirri fráköst að detta okkar megin. Staðan í halfleik 38-42 og Keflavík með síðustu 4 stigin fyrir hlé.  Kara með góðan hálfleik og var stigahæst með 10. stig.

Ekki komu stelpurnar nægilega vakandi til leiks eftir hlé því Sigrún kom heimastúlkum yfir með 2. þristum á stuttum kafla.  Pálína og Sigrún bæta svo við sitt hvorum þristinum og koma Haukum í 12 stiga forustu fyrir hlé. Sigrún fékk að leika lausum hala og setti niður 16 stig  fyrir Hauka á þessum kafla. Staðan eftir 3. leikhluta 66-54.

Liðin skiptast á að skora í byrjun fjórða leikhluta og í stöðunni 72-58 fara stelpurnar að spila hörkuvörn og áhorfendur taka vel við sér. Birna og Kesha tóku af skarið og keyrðu upp af körfunni og Bryndís setti niður feitan þrist og leikurinn orðin 2. stigaleikur og 3. mín eftir.  Keflavíkurstelpur virkilega að trúa á verkefni kvöldsins og Birna jafnar leikinn 72-72 með því að skora af vítalínunni. Birna og Kesha halda áfram að keyra að körfunni og nýta vítin sín. Keflavík komið með 5 stiga forustu og Haukar taka leikhlé.  Helena setur niður þrist og kemur aftur spennu í leikinn.  Tíminn þó naumur og brotið að Bryndísi í seinustu sókn Keflavíkinga í leiknum.  Bryndís setur annað niður og Haukar tapa boltanum og tíminn rennur út. 

 

Frábær sigur hjá stelpunum sem fengu trúnna og sýndu að þær eiga fullt erindi í þetta Haukalið.  Nú verða ALLIR að koma og hvetja þær áfram í næsta leik, sem fer fram í Keflavík á laugardaginn kl. 16.00.  Þakkir til þeirra stuðningsmanna sem komu og hvöttu stelpurnar áfram í kvöld.

 

Allar stelpurnar eiga hrós skilið fyrir leikinn í kvöld en eiga þó flestar þó nokkuð inni.  Bryndís koma aftur til baka eftir rólega fyrstu 2. leiki og skoraði 14 stig og skoraði sérstaklega mikilvægan þrist í stöðunni 72-67.  Kara barðist vel og reif niður 9 fráköst en klikkaði úr nokkrum dauðafærum, nokkuð sem hún lagar fyrir næsta leik.  Kara skoraði 10 stig öll í fyrri hálfleik.  Birna skoraði 11. stig og var mjög mikilvæg á lokakaflanum og nýtti sér reysluna. María skoraði 8 stig og virtist stundum soldið ráðvillt og mikið inni. Ingibjörg sýndi fína baráttu í kvöld rétt eins og Rannveig og Marín.

 

Best af öllum var þó Kesha sem með dugnaði sínu reif liðið áfram þegar lítið var að gerast.  Kesha er sérlega duglegur leikmaður sem klára færin sín vel og spilar góða vörn ásamt því að rífa stelpurnar með sér.  Kesha skoraði 25 stig og var með 10 fráköst.