Fréttir

Karfa: Konur | 23. janúar 2008

Frábær seinnihálfleikur í öruggum 23. stiga sigri á Grindavík

''Við erum bestar'' var það eina sem Jonni þjálfari vildi láta hafa eftir sér í kvöld og kannski ekki að ástæðulausu því Keflavík sigraði topplið Grindavíkur með 23. stigum í Iceland Express-deild kvenna. Stelpurnar endurheimtu því toppsætið en hörð barátta er framundan fjögra liða um hvert liðið endar á toppnum í vor.

Stelpurnar komu ákveðnar til leiks í kvöld og komust í 9-0.  Pálína setti niður fyrstu 5. stig leiksins.
Grindvíkingar tóku leikhlé í stöðunni 7-0. Igor þjálfari náði heldur betur að kveikja í sínu liði því gestirnir löguðu stöðuna í 9-11 með góðum kafla þar sem Keflavík tapaði hverjum boltanum að fætur öðrum. Kesha ákvað að taka hlutina í sínar hendur og skoraði 6. stig í röð. Leikurinn var í járnum það sem eftir lifði af leikhlutanum. Grindavík komst í 23-28 en Birna setti niður mikilvægan þrist rétt áður en flautað var. Staðan eftir 1. leikhluta 26-28.

Keflavík byrjaði 2. leikhluta mjög vel og sérstaklega var Susanne að hitta vel. Keflavík náði mest 6. stiga forustu en
þegar 4. mín. voru eftir af leikhlutanum átti Grindavík góðan kafla þar sem Tiffany fór mikin. Gestirnir náðu að jafna
39-39. Kesha kom Keflavík yfir með stigum af vítalínunni 43-41 þegar 1.33 voru eftir en á þessum kafla var Susanne hjá með 3. villur og Ingibjörg og Ölöf hjá Grindavík einnig. Grindavík komst aftur yfir með þriggja stiga körfu frá Joanna Skipa og síðasta skot Keflavíkur geigaði og staðan því 43-44 í hálfleik.

Stig Keflavíkur í hálfleik. Susanne með 11. stig, Kesha með 10. stig, Pálína 9. stig, Kara, 7. stig, Birna 4. stig og Rannveig 2. stig.  Hjá Grindavík var Tiffany allt í öllu með 19. stig.

Keflavík komst yfir með körfu frá Keshu en bæði lið höfðu verið mislagðar hendur eftir hlé. Þegar Kesha skoraði voru liðnar rúmar 2.mín. af seinnihálfleik en þá setti Keflavík í fluggír.Sunny bætti við 5. stigum, 52-44 og Igor ákvað að hressa sínar stelpur við og tók leikhlé enda ekkert gengið Grindavík í seinnihálfleik.  Stelpurnar náðu svo 10. stiga forustu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Áfram bætu stelpurna í og forustun að 3. leikhluta loknum 17. stig, 73-56. Frábær vörn hjá stelpunum og Sunny að komast betur inní leik Keflavíkur, komin með 20. stig eftir 3. leikhluta. Hún setti niður síðustu 2. stigin þegar aðeins nokkrar sekundur voru eftir.

Keflavík byrjaði 4. leikhluta með þriggja stiga körfu frá Susanne, greinlega ákveðnar að gefa forustuna ekki af hendi. Kesha kemur svo Keflavík yfir 84-61 þegar rúmar 5. mín. voru eftir af leiknum. 20. stiga múrinn var svo rofinn þegar brotið var á Köru sem setti einnig vítið niður, 87-66. Grindavík náði að minnka forustuna niður í 15. stig en lengra komust þær ekki því Keflavík klárði leikinn með miklum sóma og 23. stiga öruggur sigur í höfn, 95-72.

Frábær seinnihálfleikur hjá stelpunum og mikilvægur sigur í höfn. Baráttan heldur áfram um toppsætið á milli þessa tveggja frábæru liða en næsta barátta fer fram í Grindavík þegar liðin mætast í undanúrslitum Lýsingarbikars.

Kesha 28. stig, Susanne 25. stig, Kara 19. stig, Pálína 11. stig, Rannveig og Birna 6. stig.

Kara ( 19. stig ) ásamt Susanne, Keshu og Pálínu voru bestar í kvöld.