Fréttir

Körfubolti | 23. nóvember 2006

Frábær sigur gegn sterkum Svíum

Keflavík sigraði í kvöld sænska liðið Norrköping með 10 stigum, 109-99.  Thomas var með stórleik og skoraði 38 stig og var með 13 fráköst.  Keflavík náði mest 16 stiga forustu í leiknum og hafði undirtökin strax frá byrjun leiks.  Vítanýting liðsins var frábær 24/29 eða 82.8 % og tapaðir boltar aðeins 16 sem er mikil bæting frá siðustu Evrópuleikjum.

Gestirnir komust þó yfir í byrjun leiks en undir lok fyrsta leikhluta kom góðu kafli hjá okkur og staðan eftir hann var 18-16 Keflavík í vil. Thomas, Jermain og Tim voru sterkastir á þessum kafla og skoruðu 15 af 18 stigum liðsins. 

Okkar menn komu sterkir inn í 2. leikhluta þó ekkert hafi veri skorað í fyrstu 2. mín. leikhlutans. Jonni var í miklum ham og nýtti sér vel hraðann sem hann býr yfir og skoraði sín 8 stig á 7.mín. kafla. Hann datt svo illa á varamannbekk gestanna og meidist á öxl og spilaði ekkert eftir það. Eftir þennan góða kafla var forusta okkar 8 stig en erfiðlega gekk þó að hrista gestina af sér því þeir náðu að minnka munin niður í 4 stig fyrir hlé.  Andrew Pleick skoraði þriggja stiga flautu körfu fyrir Norrköping í lok leikhlutans og staðan því 55-51 í hálfleik.

Keflavík náði 10. stiga forustu með góðum kafla í seinni hálfleik með góðum leik Arnars. Arnar átti nokkrar glæsisendingar á Thomas á þessum kafla og skoraði að auki sjálfur. 30. leikja Evrópumaðurinn Gunnar Einarsson setti niður þrist undir lok 3. leikhluta og Tim Ellis bæti við fjórum stigum og mesta forustu Keflavíkingar staðreynd, 88-74.

Forustu fór reyndar mest í 16 stig strax í byrjun 4. leikhluta, 90-74 og áhorfendur í miklu stuði enda farnir að sjá fram á fyrsta sigur liðsins í Evrópukeppninni í ár. Gestirnir náðu aðeins að klóra í bakann undir lok leiks en öruggur sigur Keflavíkinga var staðreynd og lokatölur 109-99.

Thomas var stighæstur með 38 stig, 13 fráköst ( 10 varnar ), 12/16 inn í teig,  14/13 í vítum og 4. stoðsendingar.  Leikstjórnendur liðsins þeir Arnar Freyr og Sverrir áttu einnig mjög góðan dag og þeirra besti leikur í vetur.  Þeir skoruðu til samans 23 stig og voru með 11 stoðsendingar. Jermain var með 21 stig og 8 fráköst og átti góðan leik.  Jonni átti frábæra innkomu og skoraði sín 8 stig á 7. mín. og vonandi að meiðslin séu ekki alvaleg enda Jonni í fanta formi þessa daganna.  Tim var með 11 stig og 8 fráköst og Maggi 5 stig og hafa báðir leikið betur. og Gunnar var með 3 stig.

Tölfræði