Frábær sigur hjá stelpunum í Grindavík
Keflavík sigraði í kvöld Grindavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum kvenna. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og loksins sýndu Keflavíkurstelpur úr hverju þær eru gerðar og höfðu sigur 83-90. Keflavík var með 1. stigs forustu í háfleik 37-38. Larkiste Barkus átti frábæran leik og skoraði 31 stig, tók 14 fráköst, var með 9 stoðsendingar og stal 5 boltum. María Ben var líka mjög góð, skoraði 23 stig og Birna var með 18 stig.
Keflavik byrjaði leikinn af krafti og voru þær komnar með góða forustu strax á fyrstu mínutum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-19 og greinilegt að þær höfðu undirbúið sig vel fyrir leikinn. Grindavík komst inn í leikinn í öðrum leikhluta og Tamara Stocks sá að mestu um stigaskorið hjá Grindavík, en hún endaði með 33 stig í leiknum. Þriðji leikhluta var mjög skemmtilegur og sóknarleikurinn góður hjá báðu liðum. Keflavík náði frábærum endaspretti í þriðja leikhluta og leiddu með sex stigum. Á þessu kafla var Barkus að leika frábærlega og endaði með flautu körfu þegar þriðja leikhluta lauk, spjaldið ofaní.
Staðan var jöfn 76-76 þegar þrjár mín. voru efir að leiknum, en þá átti Keflavík góðan kafla og breyttu stöðunni í 83-76. María Ben gerði svo út um leikinn með glæsilegri þriggja stiga körfu undir lok leiks. Það var mikið sjálftraust hjá stelpunum í þessum leik, en það er einmitt það sem vantað hefur í vetur. Keflavíkurliðið hefur meiri breidd en Grindavík og vonandi að þær mætti með eins hugarfar í næsta leik á föstudaginn.
María Ben átti mjög góðan leik.