Frábær skemmtun í Toyotahöllinni í kvöld
Keflavík sigraði FSU eftir framlengdan leik í Iceland Express-deildinni í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og sáust tilþrif sem glöddu áhorfendur og fá þá til að mæta á næstu leiki Keflavíkur.
Þegar venjulegur leiktími var úti var staðan 86-86 en Keflavik sýndi klærnar í framlengingu og sigraði örugglega 99-90. Í raun var ótrúlegt hvernig leikmenn FSU komust inní leikinn því Keflavík var með forustu 86-80 þegar 1.20 sek. var eftir af leiknum. FSU minnkaði muninn niður í þrjú stig með körfu frá Thomas Vigliago og í næstu sókn klikkaði Siggi einn undir körfunni. Gestirnir brunuðu fram og á ótrúlegan hátt datt þriggjastiga skot frá Tyler Dunaway niður um leið og leiktíminn var úti.
Keflavík var frekar lengi í gang í leiknum því gestirnir náðu 9. stiga forustu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Mestur var munurinn reyndar 14.stig en staðan eftir 1. leikhluta var 22-31 eftir að Sverrir Þór tók góða rispu undir lok hans.
Það voru mun sprækari Keflvíkingar sem mættu til leiks í 2. leikhluta því forusta FSU minnkaði með hverri mínutunni. Hörður sem hafði haft hægt um sig, átti skemmtilega troðslu og minnkaði forustuna niður í 4. stig þegar 4. mín. voru í hálfleik. Keflavík komst svo yfir í leiknum með 4. stigum frá Villa, 42-40. Gestirnir skoruðu þó 5. síðustu stig leiksins og staðan 42-45. í hálfleik.
Keflavík náði aftur forustu í 3. leikhluta og virtist á tímabili vera á leið með að klára leikinn. Gestirnir voru þó ekki á því að gefast upp og náðu hvað eftir annað að komast aftur inní leikinn. Staðan að loknum 3. leikhluta var 64-60.
4. leikhluti var æsi spennandi. Keflavík byrjaði að miklum krafti og tilþrif leiksins átti Hörður þegar hann tróð öðru sinni í með tilþrifum og í þetta sinn yfir leikmann FSU. Leikmenn FSU mega eiga það að þeir kunna ekki að gefast upp og því fór sem fór, leikurinn var framlengdur.
Í framlengingunni var Keflavík eins og áður sagði mun sterkara liðið. Gunnar Einarsson var mjög sprækur undir lokin ásamt Sigga sem skoraði sitt 21. stig með troðslu og um leið 99. stig Keflavíkur.
Stigahæstir í kvöld voru: Hörður með 24. stig, Siggi með 21. stig og 12. fráköst, Gunnar E. með 15. stig, Jonni 13.stig og 9. fráköst, Sverrir með 10. stig og Villi með 9. stig.
Miklu munar fyrir Keflavík að fá Jonna aftur inní liðið. (Mynd vf.is)