Frábær varnarleikur í 41. sigri á Val
Keflavík sigraði Val í Iceland Express-deild kvenna í kvöld, 101-60. Þetta var annar sigur liðsins á jafn mörgum leikjum og samtals hafa þær unnið þessa tvo leiki með 78 stigum.
Stelpurnar spiluðu frábæran varnarleik í kvöld, rétt eins og í leikjunum tveimur gegn Haukum á undirbúningstímabilinu. Bryndís átti mjög góðan leik og er að finna sig vel í vetur en einnig var Kesha sterk að vanda. Eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir Keflavíkur miklir og skildu 18 stig liðin af í hálfleik, 48-29. Stelpurnar slógu ekkert af í seinnihálfleik og fór svo á endanum að þær unnu með 41. stig.
Stigahæstar voru Bryndís með 27. stig, Kesha 25. stig, Marín 14. stig, Halldóra og Rannveig 9 stig og Pálína 8 stig.
Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík, miðvikudaginn 31. okt á heimavelli.
Rannveig var með 9. stig gegn Val. ( mynd af vf.is )