Frábær vörn og góð hitni í 25 stiga sigri á Grindavík
Keflavík byrjaði tímabilið með stæl í kvöld og vann 25 stiga sigur á Grindavík, 95-70 í skemmtilegum leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-22 og í hálfleik 58-41.
Fyrstu mínutur voru frekar rólegar og leíkmenn að hrista sig saman eftir sumarfrí en í stöðunni 7-7 setti Keflavíkurliðið allt á fullt og breittu stöðunni í 22-9. Byrjunarliðið var skipað þeim B.A Walker, Anthony Susnjara, Tommy Jonhson, Magnúsi Þór Gunnarssyni og Jóni Norðdal Hafsteinsyni og virtust þeir ná vel saman á þessum kafla. Allt leit út fyrir að Keflavík ætlaði að stinga af en Grindvíkingar náðu minnka muninn niður í þrjú stig fyrir lok fyrsta leikhluta.
Grindavík jafnaði leikinn strax eftir hlé og allt leit út fyrir jafnan og spennandi leik. Liðið hrökk þó aftur í gang og góð innkoma Sigga Þorsteins. og Þrastar gerði gæfu muninn því allt fór í lás í vörn. Grindvíkingar áttu í miklum vandræðum með að finna glufur á vörn okkar og munurinn jóks aftur jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 58-41 var B.A. Walker komin með 15 stig og spilaði hreint frábærlega.
Grindavík náði öðru áhlaupi í seinni hálfleik og minnkaði forskotið niður í 9 stig, 76-67. Strákarnir settu þá allt á fullt aftur og voru fljótir að auka muninn aftur í 20 stig. Walker sýndi á þessum kafla frábær tilþrif og inná skiptingarnar hjá Sigga og Einari heppnuðust fullkomnlega. Eftirleikurinn var auðveldur og gátu lykilmenn hvílt en breidd liðsins frá mjög góð í leiknum.
Liðið spilaði sem heild í kvöld og baráttan til fyrirmyndar, nokkuð sem skorti á síðsta tímabili. Maður leiksins B.A Walker var hreint út sagt frábær setti niður 31 stig var með 7/9 í þriggja og 5/6 inní teig. Tommy Johnson átti einnig mjög góðan leik og er sérstaklega öflugur varnarlega og var með 21 stig. Magnús Þór Gunnarsson setti niður 10 stig og var með 6 stoðsendingar. Þröstur var með 9 stig og átti mjög góða innkomu og alveg ljóst hann verður öflugur í vetur. Siggi Þorsteins. kom gríðalega sterkur inn af bekknum og spilaði fanta vörn. Siggi er greinilega í mjög góðu formi en hann setti niður 8 stig og var með 6 fráköst á 14 mín. Gunnar Einarsson kom einnig stekurinn inn af bekknum, setti niður 8. stig. Jonni spilaði frábæra vörn en reyndi lítið í sóknarleiknum og var með 4 stig. Anthony Susjnjara var ágætur varnlega en þarf nokkra leiki til að komast betur inn í leik liðsins. Anthony er stór og sterkur leikmaður og sem mun nýtast okkur vel í vetur. Hann var með 9 fráköst og 4 stig í leiknum.
Eitt af því jákvæða í leiknum var líka að Arnar Freyr Jónsson spilaði aftur eftir meiðsli. Arnar átti mjög góðar mínutur en þarf smá tíma til að komast í sitt besta form.
Fjöldi áhorfenda var á leiknum og Trommusveitin virkaði í góðu formi eftir sumarfrí í fótboltanum.
Næsti leikur er eftir viku á Stykkishólmi gegn Snæfelli. Við þanngað . Áfram Keflavík.