Fréttir

Karfa: Karlar | 13. nóvember 2008

Frábærir 3. leikhlutar gegn Grindavík dugðu ekki til

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Grindavík með 1. stigi, 80-79 eftir spennandi lokamínutur.  Keflavík hafði svo sannalega möguleik á sigri á erfiðum útivelli í Gridavík en miklu munaði að Gunnar Einarsson lék ekki með vegna meiðsla.

Ein hræðilegasta byrjun Keflavíkur frá upphafi leit dagsins ljós í Röstinni. Keflavík skoraði reyndar fyrstu 2. stigin en eftir það kom 16-0 kafli hjá heimamönnum. Staðan var 23-6 þegar um 2. mín. voru eftir af leikhlutanum og Siggi Þorsteins. búinn að skora öll stigin. Ekkert var að ganga upp og eina sem menn náðu að safna voru villur því þar var staðan 7-2 okkur í vil og Jonni kominn út úr leiknum með 3 stk.  Staðan eftir 1. leikhluta 23-8 og Eldur skoraði 2. stigin sem vantaði uppá hjá Sigga.

Í öðrum leikhluta var allt annað upp á teningnum því okkar menn mætu til leiks.  Siggi bætti stigum í sarpinn og Gunnar Stef. setti niður 2. þrista á stuttum tíma. Okkar menn heldur betur að spýta í lófanna og staðan þegar um 4. mín. voru eftir 32-26 og Grindavík tekur leikhlé.  Sverrir Þór minnkar svo forustu heimamanna niður í 3.stig með sínum öðrum þristi í leiknum. Sverrir var ekkert á því að slaka á því hann bæti við 5. stigum í viðbót og jafnaði um leikinn, 36-36.  Grindavík svaraði með þriggja stiga körfu og staðan hálfleik 39-36. Allt annað að sjá til liðsins sem vann leikhlutann 16-30. Sverrir átti frábæra innkomu eftir að hafa verið settur út kuldan í fyrsta leikhluta. Sverrir 11. stig, Siggi 10 stig, Gunnar Stef. 6. stig,  Elvar 4. stig, Villi 3. stig og Eldur 2. stig.

Siggi setti niður 2. fyrstu stigin eftir hlé en Grindavík náði fjótlega 7.stiga forustu. Gunni Stef. minnkaði forustu með þristi og staðan þegar 4. mín. voru liðnar 50-46.  Villi saxaði enn á forustuna með þriggja stiga körfu og Sverrir kom okkur yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar leikhlutinn var hálfnaður, 50-51.  Grindavíkingar tóku leikhlé og Jonni setti niður sín fyrstu stig í leiknum og kom Keflavík í 54-57. Hörður Axel var enn ekki kominn á blað og var þar á auki með 4. villur. Grindavík komst aftur yfir með stigum frá Arnari Freyr, 59-58 og 1. mín eftir.  Hvorugu liðinu gekk að koma boltanum í netið á þeim tíma og því 1.stigs forusta UMFG fyrir loka leikhlutann.

Keflavík fékk fljólega sína 3. liðsvillu í fjórða leikhluta og heimamenn að fá auðveld stig af vítalínunni. Hörður setti sín fyrstu stig og jafnaði um leikinn 63-63. Heimamenn komust yfir 71-65 en Gunni Stef. kemur af bekknum og minnkar forustuna niðir í 3. stig.  Siggi lagar enn forustuna með góðri körfu og staðan 71-70 þegar 4. mín eru eftir og Grindvíkingar taka leikhlé. Sverrir skorar 19 stigið sitt í leiknum og staðan 74-72 og um 3. mín. eftir.  Grindvíkingar komast yfir 77-72 með auðveldum körfum af vítalínunni. Siggi nær forustunni niður í 2. stig þegar tæpar 2. mín eru eftir en fær sína 5. villu í næstu sókn. Palli K. klikkar á báðum vítunum. Gunni Stef. jafnar leikinn af vítalínunni 78-78, heimamenn komast í 80-78, Jonni klikkar á skoti í næstu sókn, Grindavík tapar boltanum og Gunni getur jafnað leikinn af vítalínunni.  Gunni klikkar á öðru vítinu og staðan 80-79 og Grindavík á vítalínunni. Palli K. klikkar á báðum og Sverrir reynir 3.stigaskot sem geigar um leið og leiktíminn rennur út.

Stigahæstir voru Siggi með 21.stig og 8. fráköst, Sverrir með 19. stig og 7. stoðsendingar og Gunnar Stef. með 17. stig. Þessir þrír heldu sóknarleik liðsins á floti en einnig komu yngri leikmenn liðsins vel frá leiknum. Jonni tók 11. fráköst en var í villuvandræðum frá byrjun leiks. Hörður á mikið inni.