Framfarir hjá 10.flokki drengja
Um helgina fór fram fjórða mótið hjá 10.flokki drengja (15 ára drengir í 10.bekk gr.sk.) Leikið var í DHL höll þeirra KR-inga.
Í haust byrjaði Keflavík mótið í A-riðli en féll niður eftir að hafa tapað öllum leikjunum í því móti. Drengirnir unnu svo annað mótið í B-riðli og komust aftur upp í A-riðil. þ.e. á meðal 5 bestu liðanna í árganginum. Í þriðja móti vetrarins unnu þeir svo H/S og sendu þá niður í B-riðil, en töpuðu öðrum leikjum. Um helgina unnu þeir svo 2 leiki Fjölni og Hauka og töpuðu naumlega fyrir Breiðablik með 8 stiga mun. KR sem er með yfirburðalið í þessum árgangi, vel styrktan af landsbyggðardrengjum, unnu alla sína leiki næsta auðveldlega. Til hamingju með það KR-ingar. En á glæsilegri heimasíðu KR má lesa nánar um mótið, reyndar um KR liðið, en engu að síður eru þetta glæsileg skil af heimasíðu KR-inga. Þar eru einnig myndir af öllum liðunum sem léku í mótinu. http://kr.is/karfa/frettir/?ew_0_a_id=193462
Áfram Keflavík