Fréttir

Karfa: Karlar | 10. apríl 2008

Frankfurt Hahn í borgar-skotleiknum

Frankfurt Hahn verður í boði í borgar-skotleik Iceland Express á leiknum á föstudag.
Frankfurt Hahn er í Hunsrück, einu fallegasta og frjósamasta landsvæði Þýskalands, nokkurn veginn miðja vegu milli Frankfurt og Lúxemborgar á svæði sem afmarkast af fljótunum Rín, Mósel, Nahe og Saar. Frankfurt Hahn naut mikilla vinsælda meðal farþega Iceland Express sumarið 2005. Þaðan er stutt að fara til margra fallegustu borga Þýskalands og ekki þarf að keyra lengi til að komast að landamærum Lúxemborgar, Frakklands eða Belgíu