Fréttir

Körfubolti | 10. nóvember 2005

Frestaður leikur og Siggi í bann

Leik á Egilstöðum frestað.

Þær leiðinlegu fréttir voru að berast frá Egilstöðum að leiknum hefur verið frestað vegna bleytu í íþróttahúsinu á staðnum.  Leikmenn okkar lögðu af stað til Egilstaða kl. 1600 í dag með flugi og átti að leikurinn að hefjast kl.1915.  Ekkert verður hins vegar af þessum leik að svo stöddu vegna þess að þegar leikmenn gengu inn í húsið lak þakið á fjölmörgum stöðum sem gerði iðkun körfuknattleiks ómögulega. 

Því má segja að um sannkallaða fíluferð hafi verið að ræða en við munum segja fleiri fréttir af þessu atviki á morgun.

Siggi í bann

Siggi Ingimundar var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað eftir leik Grindavíkur og Keflavíkur á sunnudagskvöldið síðastliðið.  Bannið tekur gildi á hádegi á morgun og verður Siggi því ekki á bekknum þegar við mætum Haukum í Sláturhúsinu á sunnudaginn kemur.