Fréttir af 7. flokk kvenna
7. Flokkur stúlkna
7. flokkur stúlkna keppti um helgina í Grafarvogi í turneringu 8. flokki B. Þær gerðu sér lítið fyrir og burstuðu hana með þó nokkrum yfirburðum þó svo að þær væru einu og tveimur árum yngri.
Þær hafa þar með tryggt sér rétt til að keppa í A-riðli 18. og 19. mars en það er úrslitaturneringin. Ég verð að þakka foreldrum stuðninginn en það voru nánast allir mættir til að styðja við bakið á þeim.
Leikir helgarinnar fóru svo:
Keflavík – Fjölnir 37 – 17
Keflavík - Skallagrímur 40 – 18
Keflavík – Snæfell 44 – 18
Keflavík – Grindavík 28 – 16
Stigin skoruðu:
Telma 30
Árný 28
María 24
Lovísa 16
Kristjana V. 14
Sigrún 12
Erna 10
Aníta Eva 5
Sara 4
Helena Ösp 2
Kristjanae. 2