Fréttir af drengjaflokki
Í kvöld léku hér í Toyota-höllinni drengjaflokkur Keflavíkur (f. '90-'91) við FSu frá Selfossi. Leikurinn var hnífjafn og munaði mest 5 stigum á liðunum allan leikinn. Eftir fyrstu lotu var staðan 18-19. Í hálfleik stóðu leikar 43-41. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, jafnt stóð á öllum tölum og að lokinni þriðju lotu höfðu FSu drengir gert þremur stigum fleiri en við eða 62 - 65. Leiknum lauk síðan á vítalínunni með sigri FSu 78 - 81 þar sem sigurinn hefði alveg eins getað dottið okkar megin þar sem illa gekk hjá báðum liðum að skora undir lok leiksins.
Vítanýting okkar liðs var ekki góð en aðeins 17 af 25 vítum rötuðu rétta leið. Munar um minna í svona jöfnum leikjum.
Stigaskor okkar manna:
Bjarki Rúnars. 10 stig, Kristján 4 stig, Sigurður Guðmunds. 10 stig, Stefán Geirsson 6, Guðmundur Gunnars. 21 stig, Eðvald Ómars. 4 stig, og Almar S.G. 23 stig.
Gísli og Lúðvík náðu ekki að skora í kvöld og Bjarni Reyr F.E.I.
Áfram Keflavík