Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 20. nóvember 2009

Fréttir af meistaraflokkum

Við teljum að gott sé að upplýsa lesendur síðunnar um þær fréttir sem fólk vanalega heyrir ekki af nema frá öðrum aðilum, eða á spjallinu á þessari síðu.

Rahshon Clark slasaðist á putta á vinstri hönd (ekki skothöndin hans) í leik gegn Stjörnunni sem gerði það að verkum að hann spilaði ekki með gegn ÍR. Það kom þó ekki að sök, þar sem Keflvíkingar fóru létt með þann leik. Rahshon er allur að koma til og spilaði hann t.d. í gær gegn Tindastól og stóð sig með prýði, 22 stig og 19 fráköst. Hann er þó ekki orðinn 100% í puttanum.

Sævar Sævarsson og Axel Margeirsson hafa ákveðið að segja skilið við körfuna, í bili að minnsta kosti. Þetta eru ákvarðanir sem voru teknar af þeim sjálfum og liggja ekki einhverjar kræsilegar slúðursögur um hitt og þetta að baki þessum ákvörðunum. Hver veit nema þeir snúi aftur á tímabilinu, en eins og staðan er í dag, þá eru þeir ekki að æfa með liðinu.

Halldór Halldórsson er að jafna sig á öxl eftir aðgerð sem hann gekkst undir. Hann er ekki ennþá farinn að geta skokkað, en eymsli hans eru ennþá þess eðlis. Vonir standa til um að hann verði kominn aftur að æfa með Keflavík um áramótin.

Pálína Gunnlaugsdóttir er byrjuð að æfa með Keflavíkur-stúlkum aftur, en er þó ekki orðin 100%. Hún er nýbökuð móðir og segir það margt sem segja þarf um styrk hennar að vera komin aftur að æfa með liðinu. Hún verður klárlega mikill styrkur fyrir liðið og bíða menn spenntir eftir því að hún verði komin í toppform með liðinu aftur.

Kveðja,
Stjórnin