Fréttir af mfl karla
Ýmsar getgátur hafa verið í gangi með leikmannamál Keflavíkur. Það er mjög sjaldan sem Keflavík er ekki með allan sinn mannskap kláran í leiki. Í leikinn í gær vantaði 4 leikmenn sem hafa ferið fasta menn í liðinu á þessu og síðasta tímabili. Elentínus Margeirsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta um sinn vegna anna í vinnu. Það þarf eins og flestir vita að færa talsverðar fórnir þegar menn æfa og spila jafn mikið og meistarflokkur karla gerir. Leikjaplanið er stíft og menn þurfa oft að taka sér frí frá vinnu og hæta snemma þegar farið í útileiki. Elli sem hefur verið að spila vel í vetur kemur vonandi sterkur til baka þegar um fer að hægast hjá honum.
Arnar Freyr er í prófum í skólanum og fékk frí af þeim sökum. Halldór Örn Halldórsson er veikur og komst því ekki með. Og Gunnar Einarsson fékk frí af persónulegum ástæðum.