Fréttir af stúlkunum á Delfin Basket
Ferðalagið til Tampere gekk vel, eftir beint flug frá Keflavík til Helsinki og tveggja tíma lestarferð komum við til Tampere kl. 19:00 á staðartíma.
Í gær var ákveðið að skoða Tampere og auðvitað var farið beint í skemmtigarðinn í borginni sem heitir Särkänniemi og skemmtu stelpurnar sér mjög vel þó að það hefði ringt allnokkuð inn á milli.
Í dag verður stutt æfing og allar aðstæður kannaðar áður en keppni hefst á morgun. Þess má til gamans geta að keppni fer fram í 18 íþróttahúsum í borginni.
Meira síðar
Stúlkurnar mættar á mótið
Í Särkänniemi
Maturinn í mötuneytinu er æðislegur