Fréttir af yngri flokkum kvenna
Nú þegar körfuknattleikstímabilið er hálfnað rennum við aðeins yfir árangur og stöðu yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Í þessum pistli tökum við fyrir kvennaflokkana en þegar hefur verið fjallað um karlaflokkana.
Í fjórum yngstu flokkunum er fimmta helgarmót A-liða úrslitamót þar sem efsta lið verður Íslandsmeistari.
Í 9. flokki og eldri keppa fjögur efstu liðin í undanúrslitum og sigurvegarar þar til úrslita. Þessir leikir eru leiknir á tveimur helgarmótum sem KKÍ heldur í lok leiktíðar þar sem umgjörð og stemming jafnan glæsileg.
Minnibolti 10 ára
Hófu leik í A-riðli og höfnuðu í fyrsta sæti. Í seinna mótinu höfnuðu stúlkurnar aftur í fyrsta sæti með miklum yfirburðum.
Minnibolti 11 ára
Hófu leik í A-riðli og höfnuðu í fyrsta sæti. Í seinna mótinu höfnuðu stúlkurnar aftur í fyrsta sæti og höfðu mikla yfirburði. Þær eru jafnframt Ísandsmeistarar í þessum árgangi.
7. flokkur kvenna
Hófu leik í A-riðli og höfnuðu í fyrsta sæti. Í seinna mótinu höfnuðu stúlkurnar aftur í fyrsta sæti og eru með yfirburðalið í þessum árgangi. Þær eru einnig Ísandsmeistarar í sínum árgangi.
8. flokkur kvenna
Hófu leik í A-riðli og höfnuðu í fyrsta sæti. Í seinna mótinu höfnuðu stúlkurnar aftur í fyrsta sæti og eru að bæta sig í þessum árgangi. Þær hafa unnið til silfurverðlauna á undanförnum tveimur Íslandsmótum þar sem Grindvíkingar hafa unnið titlinn í bæði skiptin en nú virðast okkar stelpur ákveðnar í að taka þetta.
9. flokkur kvenna
Hófu leik í A-riðli og höfnuðu í fyrsta sæti. Í seinna mótinu höfnuðu stúlkurnar aftur í fyrsta sæti og hafa talsverða yfirburði í þessum árgangi. Þær hafa ekki tapað leik í rúmt ár og eiga Íslandsmeistaratitla í þessum árgangi sl. tvö ár.
10. flokkur kvenna
Í þessum árgangi höfum við teflt fram tveimur liðum undanfarin ár enda hátt í 20 stelpur sem æfa. Bæði lið hófu leik í A-riðli sem fyrr og hafnaði Keflavík B í fyrsta sæti og Keflavík A í öðru sæti. Í seinna mótinu snerist þetta við þar sem Keflavík A sigraði Keflavík B í framlengdum leik með einu stigi. Okkar stelpur hafa haft talsverða yfirburði í þessum flokki undanfarin ár og aðeins Grindvíkingar hafa náð að veita okkur einhverja keppni. Allir titlar hafa unnist sem í boði hafa verið og fátt sem bendir til breytinga í þeim efnum.
Stúlknaflokkur
Hófu leik í A-riðli og gerðu sér lítið fyrir og höfnuðu örugglega í fyrsta sæti. Í seinna mótinu höfnuðu stúlkurnar aftur í fyrsta sæti og eru á mikilli siglingu í þessum flokki. Það verður gaman að sjá hvort þær haldi þessum dampi seinni hluta móts og ljóst að verði svo muni þær gera harða atlögu að titlinum.
Unglingaflokkur
Keppt er í einni fjögurra liða deild. Keflavík hefur spilað sex leiki og ekki tekist enn að vinna leik. Þær sitja því á botninum án stiga og klárt mál að leiðin liggur aðeins upp á við í komandi leikjum.
Bikarkeppni KKÍ
Keppt er í bikarkeppni frá 9. flokki og uppúr. A-lið stúlknaflokks er fallið úr leik eftir ósigur á útivelli gegn Haukum. Við teflum einnig fram B-liði í þessum flokki sem er komið í 8 liða úrslit og mætir UMFG á útivelli. Í 10.fl. mætir A-liðið KR heima, B-liðið UMFG úti og 9.fl. mætir KR á útivelli. Ekki liggur fyrir hvernig leikir dragast í unglingaflokki þar sem líklega keppa aðeins fjögur lið og því ekki dregið fyrr en aðrir flokkar hafa klárað 8 liða úrslitin.
Ljóst er að framtíðin er gríðarlega björt í kvennaboltanum fjá félaginu og helsta áhyggjuefnið kannski það að stelpurnar fái ekki verðskuldaða keppni í sumum flokkum. Við munum þó ekkert slaka á heldur halda okkar striki og hvetjum allar okkar iðkendur og þjálfara til frekari dáða á komandi ári.
f.h. unglingaráðs
Jón Ben