Fréttir

Körfubolti | 6. desember 2006

Fréttir frá Úkraníu

Fyrst var flogið til Amsterdam og átti liðið að leggja af stað í næsta flug 30 mínútum eftir lendingu og voru bæði Keflavík og Njarðvík í kapphlaupi við tímann til að ná næstu vél sem flutti til Kiev.  Í Kiev skildu leiðir við Njarðvíkinga, sem lögðu af stað með rútu á sinn áfanga stað, en okkar menn fóru upp í enn eina vélina áleiðis til Dnipro.

Í dag var æfing og síðan hvíld fyrir leikinn á morgun og eru allir staðráðnir að standa fyrir sínu í leiknum á morgun. 

Borgin er stór og mikið af fólki og mjög mikið af Lödum eins og fréttaritarinn okkar sagði áðan.  Húsið er mjög stórt og tekur 5.000 manns í sæti, en það er mjög kalt í húsinu. 

Ekki hefur farið mikið fyrir netsambandi hjá þeim í borginni en við vonumst auðvitað til þess að leikurinn verði í beinni á netinu, á http://www.fibaeurope.com