Fríar sætaferðir á leikinn. Koma svo!! allir með
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða uppá fríar sætaferðir á fjórða leik Keflavíkur og ÍR. Leikurinn hefst kl. 17.00 en rútan leggur af stað frá Toyotahöllinni kl. 15.15. Gott er að vera komin tímalega til að ná sér í sæti, því fyrstir koma fyrstir fá.
Keflavík vann sig aftur inní einvígið með góðum leik á föstudaginn. Fyrir þann leik hafði liðið ekki lagt mikið upp úr vörninni, en á því varð breyting enda strákarnir staðráðnir að vera áfram í baráttunni um að komast í úrslitaleikinn gegn annað hvort Snæfell eða Grindavík. Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli sem sást best í síðasta leik. Nú er lag að gera enn betur og styðja strákana til frekari afreka. Næsti leikur verður svakalegur og ekkert gefið eftir, því strákarnir þurfa að sanna sig í Seljaskóla.
Við töluðum um það hér að í fyrsta leiknum í Keflavík vantaði mikið upp á fráköstin og leik 2. í Seljaskóla vantaði uppá stoðsendingar ásamt því að skotnýtingin var afar döpur. Í leiknum á föstudag voru þessir hlutir allir komnir í lag og verða hér eftir.
Umfjöllun um leikinn á Kef City TV
Leikur 3. í Toyotahöllinni
Lið |
Stoðsend. |
fráköst |
villur |
3% |
2% |
Tapaðir |
Stolnir |
Keflavík |
24 |
39 |
26 |
13/33=39% |
22/26=61% |
14 |
17 |
ÍR |
15 |
37 |
25 |
6/22=27% |
15/39=39% |
22 |
11 |
Leikur 2. í Seljaskóla
Lið |
Stoðsend. |
fráköst |
villur |
3% |
2% |
Tapaðir |
Stolnir |
Keflavík |
17 |
31 |
23 |
4/18=22% |
25/50=48% |
7 |
7 |
ÍR |
31 |
33 |
25 |
9/23=39% |
29/41=71% |
13 |
4 |
Leikur 1. Toyotahöllinni
Lið |
Stoðsend. |
fráköst |
villur |
3% |
2% |
Tapaðir |
Stolnir |
Keflavík |
21 |
30 |
26 |
12/36=32% |
18/38=47% |
12 |
15 |
ÍR |
18 |
49 |
22 |
10/20=50% |
18/43=42% |
21 |
4 |
Það er allt í góðu, leikurinn byrjar kl. fimm og allir komnir heim í háttinn kl. átta.