Fréttir

Körfubolti | 7. febrúar 2006

Frítt á leikinn á fimmtudag

Næsti leikur Keflavíkur er á fimmtudag á móti Hetti frá Egilstöðum í Iceland Express-deildinni. Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða öllu frítt á leikinn og vonandi sjá sér sem flestir fært um að mæta á hann. Gestir verða valdir út á leiknum til að skjóta frá 3.stiga línunni og verða verðlaun fyrir þá sem hitta í boða frá verslunni Kaskó. Nú er málið að mæta leikinn og taka með sér gesti og koma þeim á bragðið að fylgast með Íslandsmeisturum síðustu þriggja ára. Óvænt uppákoma verður á leiknum svo mikið er víst og á hún eftir að gleðja margan stuðningsmanninn. Margir hafa giskað á að línadans verði í hálfleik í umsjá trommusveitar og vissulega yrði það áhugaverð sjón:)