Fréttir

Körfubolti | 9. febrúar 2009

Fsu - Keflavík í kvöld. Tap hjá stelpunum í gær

Keflavík mætir Fsu í kvöld á Selfossi í 17. umferð Iceland Express-deildar.  Fsu er í 9. sætinu með 12. stig og bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Keflavík fyrir Snæfell og heimavelli og Fsu fyrir KR á útivelli. 

Stelpurnar töpuðu fyrir Haukum í gær að Ásvöllum, 82-67. Erlendu leikmenn Hauka fóru illa með okkar stelpur og var Dimoskva með 31. stig.  Pálína var stigahæst hjá Keflavík með 15.stig og Bryndís var með 13. stig.  Næsti leikur liðsins er á laugardaginn þegar þær mæta KR í úrslitaleik Subway-bikars.  Hægt er að tryggja sér miða á leikinn hér .