Fréttir

Karfa: Karlar | 21. apríl 2008

Full rúta á leið á Hólminn

Það fylltist í rútuna sem  sem lagði af stað í Hólminn frá Keflavík um 15.30.  Heimasíðan náði tala að Begga meðlim trommusveitarinnar rétt í þessu og var stemmingin svakaleik. Strákarnir er þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og öðrum og var gítar og bongótrommur með í för. Það verður því sungið og trallað á leiknum sem hefst kl. 20.00 og er búist við góðri mætingu okkar stuðningsmanna.  Leikurinn er beint á stöð 2 sport og einnig á netinu.

Svo er bara að fylla Toyotahöllina á fimmtudaginn.