Fréttir

Körfubolti | 1. september 2006

Fullkominn úti körfuboltavöllur vigður kl. 12.00 á morgun

Glæsilegur körfuboltavöllur verður vigður á morgun kl. 12.00.  Völlurinn er við Holtaskóla og eftir vígsluna verður almenningi boðið að spreyta sig á vellinum. Völlurinn er að fullkomnustu gerð og hægt verður að spila á honum í nánast hvaða veðri sem er og því kærkominn viðbót við þá körfuboltavelli sem fyrir eru í bænum.  Það er ljóst að margir af framtíðar leikmönnum Keflavíkur eiga eftir að stíga sín fyrstu skref á vellinum.

Opnunarmót verður svo auglýst síðar en umsjón með því hefur meistaraflokkur Keflavíkur.