Fyrirliðinn kallar eftir stuðningi frá Keflvíkingum - Stutt viðtal við Magnús Þór Gunnarsson
Í kvöld fer fram stórleikur í Dominot´s deild karla´í DHL-höllinni í Vesturbænum þegar heimamenn í KR taka á móti Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 en um fjögurra stiga leik er að ræða milli liðanna í 5. og 6. sæti deildarinnar. Fyrirliði Keflavíkurliðsins, Magnús Þór Gunnarsson, hefur verið að hitnað undanfarið - ef frá er talinn bikarleikurinn við Grindavík. Hann segir leikmenn Keflavíkurliðsins búna að jafna sig á tapleiknum við Grindavík og þá hlakki til viðureignarinnar við KR.
Má ekki búast við hörkuleik í kvöld?
Jú, þetta verður hörkuleikur og við verðum að vinna hann til þess að vera við toppinn. Við höfum æft vel og menn eru hungraðir í að spila leik og allir í miklu stuði.
Í hverju felast möguleikar Keflavíkur?
Þetta er 50/50 leikur. Við verðum að mæta tilbúnir til leiks og þá er allt hægt!
Hvernig horfir restin á tímabilinu við þér - er langsótt að setja stefnuna á þann stóra?
Restin af tímabilinu verður spennandi og hver leikur mun skipta máli. Við setjum auðvitað stefnuna á þann stóra og ég tel það raunhæft því við erum með gott lið. Það eina sem við þurfum til viðbótar til þess að taka þann stóra er STUÐNINGUR frá okkar fólki! Að stuðningsmenn okkar HVETJI okkur áfram í stað þess að rakka okkur niður! Áfram Keflavík!