Fréttir

Körfubolti | 23. október 2007

Fyrst mót minibolta drengja 10 ára

Drengir í minibolta drengja 10ára tóku þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti um síðustu helgi. Leikið var í Njarðvík. Drengirnir spiluðu þrjá leiki, unnu einn en töpuðu tveim. Þrátt fyrir þetta dapurlega gengi á sínu fyrsta móti, var létt yfir drengjunum og þeir ætluðu klárlega að gera betur næst. Annars var virkilega gaman að sjá þá leikmenn sem ekki voru að spila, þar sem þeir sátu á varamannabekknum og sungu og studdu við bakið á þeim sem púluðu inn á vellinum.

Úrslit helgarinnar voru þessi:

Keflavík - Valur    30 - 51
Stigaskor: Tryggvi 4, Sindri 4, Guðmundur 6, Benedikt 4, Eiður Snær 6, Olíver 2, Árni 2, Kristján 2,

Keflavík - Njarðvík     29 - 43
Stigaskor: Sigurþór 2, Tryggvi 4, Sindri 6, Guðmundur 6, Knútur 2, Eiður 7, Stefán 2,

Keflavík - Breiðablik     33 - 22
Stigaskor: Sigurþór 9, Ágúst 4, Tryggvi 4, Sindri 2, Guðmundur 8, Benedikt 4, Knútur 2