Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 21. september 2009

Fyrsta æfing hjá "yngri" afrekshóp var um helgina

S.l. laugardag var fyrsta æfing hjá yngri afrekshóp þar sem 13 iðkendur úr 7. og 8. bekk voru boðaðir á æfingu. Afrekshópurinn verður starfræktur reglulega í vetur en þar er fyrst og fremst lögð áhersla á einstaklingsæfingar. Það eru viðkomandi þjálfar sem munu tilnefna 4-6 leikmenn úr sínum flokkum til æfinga og verður hópurinn alltaf valinn sérstaklega fyrir hverja æfingu. 

Segja má að þessar æfingar séu framhald þeirra afreksæfinga sem hófust í sumar en þá var nokkrum af efnilegustu iðkendum körfuknattleiksdeildarinnar boðið að æfa alla virka daga í stað þess að sækja vinnuskólann. Þetta fyrirkomulag var gert í samvinnu Reykjanesbæjar og Unglingaráða Keflavíkur og Njarðvíkur og sáu þeir Einar Einarsson og Sigurður Ingimundarson um æfingarnar hjá Keflavík.